Mannlegi þátturinn

Fyrsti svefnvottaði skólinn, öndunartækni og söfnun listamanna í Árnessýslu

Betri Svefn og Víkurskóli hafa lokið samstarfsverkefni sem markar tímamót í skólaumhverfi hérlendis. Víkurskóli er fyrsti svefnvottaði skóli landsins, en svefnvottun felur í sér markvissa nálgun bættri svefnheilsu starfsfólks. Í verkefninu fékk starfsfólk skólans fræðslu um mikilvægi svefns fyrir líkamlega og andlega heilsu. Jafnframt var starfsfólk skimað fyrir svefnvanda og fékk aðgang gagnreyndum úrræðum til bæta svefn og draga úr svefnvanda. Við ræddum í dag við Erlu Björnsdóttur og Ingu Rún Björnsdóttur sálfræðinga hjá Betri Svefn.

Svo kom Lilja Sigríður Steingrímsdóttir húkrunarfræðingur og öndunarkennari í þáttinn, en hún sagði okkur frá öndunartækni sem hún kynntist í Sviss og hefur kynnt og kennt hér á landi í nærri 19 ár.

Listamenn úr Myndlistafélagi Árnessýslu standa þessa dagana styrktarviðburði til stuðnings 10 ára dreng frá Selfossi sem nýlega greindist með blóðkrabbamein og er alvarlega veikur. Berglind Björgvinsdóttir, formaður Myndlistarfélags Árnessýslu kom til okkar og sagði okkur betur frá þessari söfnun og félaginu.

Tónlist í þættinum í dag:

Litlir kassar / Þokkabót (Pete Seeger, texti Þórarinn Guðnason)(tekið upp 1974)

Ertu viss / Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson, texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)

Kramið hjarta / Valgeir Guðjónsson (Valgeir Guðjónsson)

Begin the beguine / Ella Fitzgerald (Cole Porter)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

28. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,