Mannlegi þátturinn

Ingibjörg Jónsdóttir, Don Kíkóti og Ævar Örn lesandinn

Í tilefni af níræðisafmæli Ingibjargar Jónsdóttur verður efnt til samkomu í Gunnarshúsi 14. nóvember n.k. þar sem fjallað verður um hana sem rithöfund og þýðanda. Ingibjörg árið 1986, en eftir hana liggur talsvert höfundarverk sem reynt verður gera skil í stuttri dagskrá. Meðfram heimilisstörfum og uppeldi sex barna vann Ingibjörg sem blaðamaður en einnig við þýðingar og önnur ritstörf. Hún skrifaði barnabækur, ungmennabækur, bækur fyrir fullorðna, smásögur og leikrit, þýddi tugi bóka af ýmsum gerðum og var þýðandi hjá Sjónvarpinu árum saman. Tvö af börnum Ingibjargar, Árni Mattíasson og Hólmfríður Matthíasdóttir komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frekar frá móður sinni og samkomunni.

Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn við Don Kíkóta og þá sígildu spurningu hvort rétt farga bókum sem taka upp mikið pláss í hugum og híbýlum fólks.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ævar Örn Jósepsson fréttamaður og rithöfundur. Hann hefur unnið við dagskrárgerð og fréttir í útvarpi, var blaðamaður auk þess vinna þýðingum, skrifa bækur og handrit. En hann kom auðvitað til okkar til segja okkur frá því hvað hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Ævar talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Ást og glæpur e. Davíð Draumland (líklega Steindór Sigurðsson)

A Heart full of Headstones e. Ian Rankin

Sjöwahl og Wahlöö

Arnald Indriðason, Yrsu Sigurðardóttur og fleiri

Tónlist í þættinum í dag:

Gvendur á eyrinni / Rúnar Gunnarsson(Dátar) (Rúnar Gunnarsson og Þorsteinn Eggertsson)

Been to Canaan / Carole King (Carole King)

Whistling away the dark / Julie Andrews (Henry Mancini & Johnny Mercer)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

13. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,