Mannlegi þátturinn

Auglýsa eftir gömlum fötum, lífið fyrir norðan og heilsuspjallið

Í mars byrja upptökur á nýrri sjónvarpsþáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur. Rakel Garðarsdóttir, einn framleiðenda þáttanna, kom í þáttinn í dag og við forvitnuðumst um þættina og líka það þau eru auglýsa eftir gömlum fötum, hlutum og munum frá tímabilinu 1948 til 1980. Þau eru sem sagt biðja fólkið í landinu um kíkja í geymslurnar sínar og ef þau eiga föt eða muni sem eru einkennandi fyrir það tímabil sem þættirnir gerast á og eru tilbúin lána eða gefa í framleiðsluna. Rakel útskýrði þetta betur fyrir okkur í þættinum.

Útivistarkonan Valgerður Húnbogadóttir ákvað í haust ásamt fjölskyldu sinni venda kvæði sínu í kross, segja bless við stressið í Reykjavík og prófa búa í eitt ár á Akureyri. Eftir flutningana segir Valgerður fjölskyldan hafi grætt nokkra klukkutíma á dag og komist á skíði nánast daglega. Valgerður sagði okkur betur frá þessum breytingum hér á eftir.

Svo heyrðum við í Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í heilsuspjallinu í dag. Hún talaði í dag um þær hugsanir sem koma upp t.d. um áramót og á tímamótum, þegar við ætlum mögulega snúa taflinu við og gera átak í heilsunni og mataræði, við gerum þær ekki í of miklum gassagangi, heldur stöldrum við og hlustum á líkama okkar. Jóhann útskýrði þetta betur fyrir okkur í spjallinu.

Tónlist í þættinum í dag:

Litla sæta ljúfan góða / Hljómsveit Ingimars Eydal (lag Thore Skogman, texti Valgeir Sigurðsson)

Gling gló / Björk Guðmundsdóttir og tríó Guðmundar Ingólfssonar (Alfreð Clausen og Kristín Engilbertsdóttir)

Theme From A Summer Place / Percy Faith Orchestra (Max Steiner) Days of Wine and Roses / Henry Mancini og hljómsveit (Johnny Mercer & Henri Mancini)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR

Frumflutt

9. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,