Mannlegi þátturinn

Gagnvirkt Íslandskort barna, líknardeildin og Jónatan um Rúnar Gunnarsson

Í tilefni þess 80 ár eru liðin í ár frá stofnun lýðveldis á Íslandi efndu Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum til verkefnisins Heill heimur af börnum - börn setja mark sitt á Íslandskortið. Hugmyndin því var hvetja börn til miðla því sem þeim finnst mikilvægt og áhrifaríkt í lífi sínu og umhverfi á sjónrænan hátt og koma því til skila á nýju gagnvirku Íslandskorti sem er í mótun. Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kennari og menningarmiðlari var á línunni og sagði okkur betur frá þessu verkefni í þættinum í dag.

Líknarmeðferð er hugtak sem margir tengja við yfirvofandi lífslok einstaklinga með illkynja sjúkdóma, þegar „ekkert er lengur hægt gera.“ Staðreyndin er líknarmeðferð er mun meira en meðferð við lok lífs og margt er hægt gera til bæta líðan og efla lífsgæði. Líknardeildin í Kópavogi sinnir einstaklingum 18 ára og eldri og fjölskyldum þeirra og þar starfar þverfaglegur hópur starfsfólks, meðal annars læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfi, sálfræðingur, prestur og sérhæft starfsfólk. Líknardeildin átti 25 ára afmæli í apríl og af því tilefni fengum við þær Ólöfu Ásdís Ólafsdóttur og Örnu Dögg Einarsdóttur til koma í þáttinn fyrr í vor og við heyrðum það viðtal aftur í dag.

Jónatan Garðarsson kom svo til okkar í dag og hélt áfram fræða okkur um íslenskt tónlistarfólk. Í dag sagði hann okkur frá tónlistarmanninum Rúnari Gunnarssyni, sem setti heldur betur mark sitt á íslenska tónlistarsögu þrátt fyrir hafa látist langt fyrir aldur fram. Hann var auðvitað í hljómsveitinni Dátum, spilaði meðal annars með Sextett Ólafs Gauks og samdi nokkur lög sem urðu gríðarlega vinsæl og lifa góðu lífi enn í dag og við heyrðum þrjú þeirra auk þess sem Jónatan fræddi okkur um líf Rúnars.

Tónlist í þættinum í dag:

Þá það / María Magnúsdóttir (Karl Olgeirsson, texti Bragi Valdimar Skúlason)

Glugginn / Flowers (Rúnar Gunnarsson, texti Þorsteinn Eggertsson)

Gvendur á Eyrinni / Dátar (Rúnar Gunnarsson, texti Þorsteinn Eggertsson)

Undarlegt með unga menn / Sextett Ólafs Gauks (Rúnar Gunnarsson, texti Ólafur Gaukur Þórhallsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

29. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,