Mannlegi þátturinn

Vaðlaheiðagöng, vinkill um mælieiningar og Þröstur lesandinn

Vaðlaheiðagöng er heiti á nýju verki sem sviðslistahópurinn Verkfræðingar munu frumsýna á Nýja sviði Borgarleikhússins 2.febrúar. Það segja verkið fjalli um brothætt samband manns og náttúru. Karl Ágúst Þorbergsson, listrænn stjórnandi verksins er hættur sem lektor við sviðslistadeild LHÍ og farinn í húsamíðanám. Við ræddum við Karl í dag.

Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni úr flóanum í dag. Í þetta sinn var vinklinum brugðið á lítinn leikþátt sem fjallar um mismunandi mælieiningar með áherslu á mun metrakerfisins og þeirri aðferða sem algengast er beita í Bandaríkjum Norður-Ameríku.

Svo var það lesandi vikunnar, en þessu sinni var það Þröstur Helgason doktor í bókmenntafræði og stofnandi KIND útgáfu, en útgáfan stendur fyrir námskeiði um Eggert Pétursson listmálara í tilefni af útkomu nýrrar bókar um listamanninn. En við fengum auðvitað vita hvaða bækur Þröstur hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Þröstur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Ýmsar bækur sem fjalla á einn eða annan hátt um bláa litinn,

Ljóðasafn Jónasar Hallgrímssonar

All That is Solid Melts Into Air e. Marshall Berman

David Scott Kastan: On Color

Paradísamissir e. John Milton í nýrri þýðingu Jóns Erlendssonar

Svo nefndi Þröstur fræðifólkið Michel Foucault, Roland Barthes, Matthías Viðar Sæmundsson, Ástráður Eysteinsson, Jón Karl Helgason, Dagný Kristjánsdóttir og Helga Kress, sem öll hafa á einn eða annan hátt haft áhrif á hans störf og skrif.

Tónlist í þættinum í dag:

Sólarsamban / Rebekka Blöndal (Ásgeir Ásgeirsson, Rebekka Blöndal og Stefán Örn Gunnlaugsson)

Heim / Magni Ásgeirsson (Magni Ásgeirsson og Ásgrímur Ingi Ásgrímsson)

Winning Streak / Glen Hansard (Glen Hansard)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

22. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,