Mannlegi þátturinn

Svavar Knútur, listnám fyrir fólk með þroskaskerðingu og Heilsuvaktin

Svavar Knútur er nýkomin úr tónleikaferðalagi um Ástralíu og Evrópu og er hann lagður af stað hringinn í kringum landið með tvöfalt nýtt plötualbúm í farteskinu. Þessi tónlist er á vissan hátt 15 ára úrvinnsla sorgar segir Svavar Knútur sem var í hljóðstofu RÚV á Akureyri í beinni útsendingu í dag.

Svo komu þær Áslaug Thorlacius og Björg Jóna Birgisdóttir í þáttinn til segja okkur frá listnámi í Myndlistaskólanum í Reykjavík fyrir einstaklinga með þroskaskerðingu. Áslaug er skólastjóri Myndlistaskólans og Björg fylgdi systur sinni, Lilju Dögg, í gegnum námið. Björg segir námið hafa verið valdeflandi fyrir systur sína á mörgum sviðum og hafi gríðarlega þýðingu og það mannbætandi geta boðið upp fólki með þroskaskerðingu listnám.

Viðvarandi blóðsykurssveiflur yfir daginn geta verið orsök þreytu og orkuleysis, vakið upp falska svengdartilfinningu, raskað þyngdarstjórnun og valdið alvarlegum sjúkdómum á við sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, fitulifur og hvers kyns bólgusjúkdómum sem þegar herja á samfélagið í auknum mæli. En við þessu geta verið einföld ráð. Ef við neytum fyrst grænmetis og annarra trefja, fitu eða próteina á undan kolvetnum virkar það eins og sía áður en sykurinn kemst út í blóðið og þar með komum við í veg fyrir óhóflega blóðsykurshækkun í líkamanum. Þetta sagði Kristján Þór Gunnarsson heimilislæknir á Selfossi, sem er umfram allt áhugamaður um rót vandans, þegar Helga Arnardóttir ræddi við hann á Heilsuvakt dagsins.

Tónlist í þættinum í dag:

Sannaðu til / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)

Refur / Svavar Knútur (Svavar Knútur Kristinsson)

Joc de doi din Banat / Virgil Muzur (Virgil Muzur)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

4. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,