Mannlegi þátturinn

Betra líf með ADHD, Samtök ungra bænda og fuglaáhugi

Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD og ADHD samtökin eiga auki 35 ára afmæli í ár. Samtökin hafa minnst tímamótanna undir yfirskriftinni Betra líf með ADHD í 35 ár sem er einmitt yfirskrift alþjóðlegrar ráðstefnu á Grand Hótel 26. og 27. október sem haldin verður á vegum samtakanna. Gera ráð fyrir um það bil 20 þúsund Íslendingar séu með ADHD greint eða ógreint, börn og fullorðnir. Þeir Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna, og Vilhjálmur Hjálmarsson formaður samtakanna komu í þáttinn í dag.

Á fimmtudaginn efna Samtök ungra bænda til baráttufundar fyrir lífi sínu og sveitanna, eins og þau orða það. Ungir bændur segjast standa flestir frammi fyrir fjárhagslegum ómöguleika og ungt fólk sem hefja vill hefðbundinn búskap eigi enga möguleika. Mikil ógn steðji nauðsynlegri nýliðun í stétt bænda, sem setji um leið fæðuöryggi þjóðarinnar í uppnám. Ísak Jökulsson, bóndi og stjórnarmeðlimur í samtökunum, kom í þáttinn og fór yfir stöðuna og sagði frá fundinum sem fer fram í Salnum í Kópavogi.

Við forvitnuðumst svo um fugla með fuglaáhugamanninum Árna Árnasyni. Hann er grunnskólakennari á eftirlaunum og myndar fugla um allt land við hvert tækifæri. Hann hefur áður gefið út bókina Stafróf fuglanna og er komin út bók eftir hann sem heitir Lesum um fugla, smekkfull af fallegum ljósmyndum. Árni kom í þáttinn með ljósmyndavél með gríðarstórri linsu og lítinn hátalara sem hann notar til kalla í hinar ýmsu fuglategundir. Hann sagði okkur í þættinum frá þessum mikla fuglaáhuga sínum og nýju bókinni.

Tónlist í þættinum í dag:

Í löngu máli / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir)

Hún ógnar mér / Flott (Ragnhildur Veigarsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir)

Veldu stjörnu / Ellen Kristjánsdóttir og John Grant (Ellen Kristjánsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason)

From the Start / Laufey (Laufey & Spencer Stewart)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Frumflutt

24. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,