• 00:07:00Kristjana Arngrímsdóttir tónlistarkona
  • 00:35:19Póstkort frá Magnúsi R Einarssyni

Mannlegi þátturinn

Kristjana Arngrímsdóttir tónlistarkona og póstkort frá Magnúsi Einars

Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og tónlistarkona sem búsett er í Svarfaðardal er búin gefa út glænýjan geisladisk með 10 frumsömdum lögum, flest samin við ljóð skáldkvenna. Við hittum Kristjönu á kaffihúsi í miðvænum á Akureyri og spjölluðum við hana um tónlistina og heima og geima.

Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni og hann kemur víða við í póstkortinu þessu sinni. Hann byrjar á tala um veðrið og veðrametin í Eyjum. Því næst talar hann um samgöngur og leggur leið sína til Sviss en þar þykja samgöngur til fyrirmyndar. Svo liggur leiðin til Svalbarða en þar hefur stríðið í Úkraínu haft versandi áhrif á sambúð rússa og norðmanna. Rússar reka þarna kolanámu og eru farnir sýna norskum yfirvöldum hroka og vanvirðingu.

Tónlist:

Á sjó/Hljómsveit Ingimars Eydal,Þorvaldur Halldórsson syngur(erl-Ólaf Ragnarsson)

Máninn/Kristjana Arngrímsdóttir(Kristjana Arngrímsdóttir-Halla Eyjólfsdóttir)

Útþrá/Kristjana Arngrímsdóttir( Kristjana Arngrímsdóttir-Elísabet Geirmundsdóttir?Listakonan í fjörunni?)

Frumflutt

11. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,