Mannlegi þátturinn

Ásthildur Úa og Ebba Katrín föstudagsgestir og matarspjall um afganga

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn voru tveir, eða öllu heldur tvær, leikkonurnar Ásthildur Úa Sigurðardóttir og Ebba Katrín Finnsdóttir. Þær útskrifuðust með árs millibili úr leikaranámi frá Listaháskóla Íslands og hafa báðar vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu í hinum ýmsu hlutverkum síðan. Þær leika báðar í Óresteiu, hátíðarsýningu Þjóðleikhússins sem var frumsýnd 2. í jólum og það er óhætt segja sýningin hefur fengið frábærar móttökur og allur leikhópurinn fyrir sitt framlag. Við spjölluðum við þær um sýninguna, lífið og tilveruna, ferðuðumst með þeim aftur í tímann og skoðuðum hvernig nýja árið leggst í þær.

Í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti veltum við fyrir okkur afgöngum til dæmis af kalkúni og svo kom fæða guðanna einni við sögu.

Tónlist í þættinum:

Skammdegisvísur /Ólafur Þórðarson, Magnús Þór Sigmundsson og Ragnhildur Gísladóttir (Blysfaradans þjóðlag, ljóð Jón Ólafsson, Álfadans/ lag Helgi Helgason, ljóð Sæmundur Eyjólfsson

er frost á fróni / þjóðlag, ljóð Kristján Jónsson)

Somewhere / Pascal Pinon (Ásthildur Ákadóttir og Jófríður Ákadóttir)

Hypnotize / Notorious B.I.G. (Lawrence, Wallace, Combs, Alpert, Angelettie & Armer)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

2. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,