Mannlegi þátturinn

Leikárið hjá LA, innanhúshönnun og Silja Ingólfsd. lesandi vikunnar

Við héldum áfram yfirferð okkar um leiksvið landsins þar sem skoðum hvað verður á fjölunum í leikhúsunum í vetur. er komið Leikfélagi Akureyrar, sem er hluti af Menningarfélagi Akureyrar, þar er leikhússtjóri Bergur Þór Ingólfsson, sem var í beinu sambandi frá hljóðveri RÚV á Akureyri. Bergur fór með okkur yfir hvað verður á döfinni hjá þeim í vetur.

Í dag verður Katrín Ísfeld Guðmundsdóttir innanhússarkitekt með áhugavert spjall um innanhússhönnun á Borgarbókasafninu Árbæ þar sem hún gefur gestum og gangandi góð ráð. Í erindi sínu fer Katrín yfir það helsta sem þarf hafa í huga varðandi hönnun heimilisins, svo sem grunnmynd rýmisins, flæði, litaval, stíl og fleira. Við skipulagningu heimila þurfi innanhússarkitektinn í meira mæli lesa í hvaða fólk býr þar, hvernig það umgengst rýmið og hvaða stíll og litir höfða til þess. Katrín sagði betur frá þessu í þættinum.

Lesandi vikunnar var í þetta sinn Silja Ingólfsdóttir, friðar- og átakafræðingur og upplýsingafulltrúi Veitna. Hún sagði okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Silja sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum:

Franska Sveitarbýlið e. Jo Thomas

Trílógían His Dark Materials e. Philip Pullman

We Wish to Inform You That Tomorrow We Will Be Killed with Our Families: Stories from Rwanda e. Philip Gourevitch

Guð kemur bara til Afghanistan til gráta (Nach Afghanistan kommt Gott nur noch zum Weinen) e. Siba Shakib.

Krossferð á gallabuxum e. Theu Beckman

Kristín Steinsdóttir og Astrid Lindgren

Tónlist í þættinum í dag:

Komdu í kvöld / Ragnar Bjarnason (Jón Sigurðsson)

Draumur fangans / Erla Þorsteinsdóttir (Freysteinn Jóhannsson eða 12.september)

Sveitapiltsins draumur / Hljómar (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

22. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,