Mannlegi þátturinn

Fílalag með Sinfó, Ástvaldur Zenki og dansverk um breytingaskeiðið

Bergur Ebbi Benediktsson og Snorri Helgason hafa undanfarin ár verið með eitt vinsælasta hlaðvarp landsins, Fílalag, þar sem þeir taka fyrir eitt lag í hverjum þætti og bókstaflega fíla það á bráðfyndinn og líka fróðlegan hátt. Þeir hafa svo til dæmis gert Fílalagsþætti í sjónvarpinu auk þess vera á sviði fyrir framan fulla sali af áhorfendum en annað kvöld ætlar þeir stíga á svið Elborgarsals Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. á fíla klassíkina. Snorri og Bergur ætla segja okkur frá því hvernig þetta kom til og hvað þarna mun fara fram.

Björk Þorgrímsdóttir starfsnemi hér á Rás 1 spjallaði við Ástvald Zenka Traustason kennara og prest um jólastress, hvernig hægt er eiga við erfiðar tilfinningar og námskeið sem hann sat hjá Gabor Mate. Við heyrum viðtal Bjarkar við Ástvald hér á eftir.

Við heyrum svo í Lovísu Ósk Gunnarsdóttur dansara og danshöfundi þar sem hún er stödd í Wiesbaden í Þýskalandi. En hún hefur verið á sýningarferðalagi með sýningu sína When the Bleeding Stops þar sem rannskar breytingaskeiðið og fjallar til dæmis um þögnina og skömmina sem virðist einkenna þetta umfjöllunarefni í vestrænu samfélagi og persónulega reynslu sína af því eldast sem dansari. Lovísa segir okkur frekar frá sýningunni og þeim konum sem hún fékk til gera þessa sýningu með sér hér á eftir.

Tónlist í þættinum í dag:

Love and Marriage / Frank Sinatra (Jimmy Van Heusen & Sammy Cahn)

Skólavörðuholtið / Selma Guðmundsdóttir(Atli Heimir-Þórbergur Þórðarsson)

Blackbird / Beatles (Lennon og McCartney)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

15. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,