Mannlegi þátturinn

Einelti á vinnustað, Giggó og Þalöt

Einelti og áreitni á vinnustöðum er erfitt fyrirbæri sem eyðileggur starfsanda, dregur úr starfsánægju og spillir árangri verkefna. Einnig dregur þetta ástand úr sálrænu öryggi fólks á vinnustað og getur orðið til þess hæft starfsfólk flæmist út af vinnumarkaði og andleg og líkamleg heilsa getur verið í hættu. Það getur reynst erfitt greina vandann en það gerir einmitt Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur og hún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því hvað hægt er gera í svona tilvikum.

Undanfarin ár hefur hugtakið gigg- hagkerfið hljómað í auknum mæli,sérstaklega á Covid tímabilinu og í kjölfar þess. Talsverður fjöldi fólks kýs vinna ekki í svokölluðum 9-5 vinnum heldur í verkefnum, eða giggum. Þetta getur verið tónlistarfólk, sviðslistafólk, fólk í ýmis konar iðnaðarstörfum, bílstjórar, sérfræðingar í hundalabbi og fleiri. Aron Bergmann Magnússon, sem hefur unnið við fjölbreytt gigg-störf og Önnu Katrínu Halldórsdóttur, frá Alfreð.is, komu í þáttinn og töluðu um vinna á þessum forsendum. Þau sögðu okkur frá nýja appinu Giggó, sem er eins konar markaðstorg fyrir gigg, hvort sem fólk er leita eftir einhverjum til vinna verk fyrir sig, eða er leita sér verkefnum.

Jóhanna Vilhjálmsdóttir kom svo til okkar í heilsuspjall í dag. Hún ætlar tala í dag um ilmefni í kremum, þvottaefnum og fleiru. Hún sagði til dæmis frá þalötum, sem eru mjög víða, aðallega í plastefnum og ilmefnum og geta haft talsverð áhrif á okkur.

Tónlist í þættinum í dag:

Fjórir kátir þrestir / Egill Ólafsson og Edda Heiðrún Backman (erlent lag, texti e. Jón Sigurðsson)

Lipurtá / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens)

Allentown / Billy Joel (Billy Joel)

Mississippi / The Cactus Blossoms (Jack Torrey)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

6. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,