• 00:05:27Linda Blöndal - föstudagsgestur
  • 00:22:05Linda Blöndal - seinni hluti
  • 00:35:28Matarspjall - ísskáps- og búrhreinsun

Mannlegi þátturinn

Linda Blöndal föstudagsgestur og ísskápshreinsun

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Linda Blöndal frétta- og fjölmiðlakona. Hún lærði stjórnmálafræði og hefur unnið í fjölmiðlum í á þriðja áratug, hún byrjaði á Bylgjunni en færði sig svo yfir á Rás 2 rétt fyrir aldamótin í Morgunútvarpið var einnig í Síðdegisútvarpinu og fleiri þáttum. Hún færði sig svo yfir í fréttirnar og hefur verið fréttakona hér á RÚV, á Stöð 2 og svo á Hringbraut, áður en hún kom aftur á fréttastofu RÚV. Við fórum með Lindu aftur í tímann og fengum hana til segja okkur frá æskuárunum í Breiðholtinu og í Æfinga- og tilraunaskólanum. Svo sagði hún okkur frá tengslum sínum við eyjuna Möltu og þegar hún fór í kosningaeftirlit til Tadsjikistan og lokum sagði hún áhugaverðar sögur úr fréttamennskunni.

Svo var það auðvitað matarspjallið, Sigurlaug Margrét kom til okkar og í þetta sinn töluðum við um ísskáps- og búrhreinsun. Þegar við búum til mat úr því sem er til í eldhúsinu, sem getur oft orðið glettilega gott. Stundum er það eini valkosturinn, til dæmis ef gesti ber óvænt garði.

Tónlist í þættinum í dag:

Ég fann þig / Björgvin Halldórsson (Bandarískt þjóðlag, Jón Sigurðsson)

I Walk the Line / Johnny Cash (Johnny Cash & Burt Bacharach)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

2. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,