• 00:06:27Ásta Kristín - Alzheimersamtökin
  • 00:23:31Soffía Ámundad, - ofbeldi nemenda og hegðunarvandi

Mannlegi þátturinn

Alzheimer samtökin, ofbeldi nemenda

Alzheimersamtökin hafa um árabil veitt ráðgjöf til fólks með heilabilun og aðstandenda þeirra en ekki haft heilt stöðugildi fyrr en til sinna upplýsinga- og ráðgjafaþjónustu. Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og verkefnastjóri upplýsinga- og ráðgjafaþjónustu Alzheimersamtakanna kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá starfsemi samtakanna og þessu nýja stöðugildi í upplýsinga- og ráðgjafaþjónustu, og þau þrjú stöðugildi sem koma víðs vegar um landið í framhaldinu. Hún benti til dæmis á upplýsingar sem hægt er finna inn á Ísland.is, á forsíðunni undir „Að eldast“ og svo heimasíðu Alzheimersamtakanna alzheimer.is, netfangið [email protected] og símanúmerið 520-1082.

Mikil aukning hefur verið á ofbeldi nemenda og alvarlegum birtingarmyndum þess, samhliða ákveðnu úrræðaleysi. Starfsfólk skóla upplifir sig stundum óöruggt og vonlítið í krefjandi aðstæðum með nemendum og mikilvægt er ofbeldi innan veggja skólans tekið föstum tökum. Sérstakt námskeið sem ber yfirskriftina Ofbeldi nemenda og hegðunarvandi er í boði hjá Endurmenntun háskóla Íslands, uppselt er á námskeiðið og biðlisti. Við ræddum í dag við Soffíu Ámundadóttur, grunnskólakennara og leikskólakennara, en hún hefur starfaði á síðasta áratug í Brúarskóla, sem er sérskóli fyrir nemendur með tilfinninga- og hegðunarvanda.

Tónlist í þættinum í dag:

Ást er æði / Björgvin Halldórsson og Ragnheiður Gröndal (Sam Brooker & Ruby Amanfu og texti eftir Kristinn G. Bjarnason)

Upp á rönd / Hjálmar og GDRN (Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir og Sigurður Halldór Guðmundsson)

Harvest Moon / Neil Young (Neil Young)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

1. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,