Mannlegi þátturinn

Alþjóðlegi leiklistardagurinn, Stúdentafélagið og Heilsuvaktin

Alþjóðlegi leiklistardagurinn er á morgun 27. mars. International Theatre Institute, alþjóðasamtök í sviðslistum og aðilar þess, hafa haldið uppá þennan dag í yfir 60 ár. Alþjóðlegt ávarp ársins er ritað af norska leikskáldinu og nóbelsverðlaunahafanum Jon Fosse og í ávarpi sínu segir hann meðal annars: Stríð og list eru andstæður, rétt eins og stríð og friður eru andstæður, svo einfalt er það. List er friður. Sviðslistasamband Ísland fær árlega sviðslistamann hérlendis til skrifa hugleiðingu og í ár er það Gréta Kristín Ómarsdóttir, leikstjóri, sem skrifar innlenda ávarpið. Gréta kom í þáttinn með henni var Orri Huginn Ágústsson forseti Sviðslistasambands Íslands.

Stúdentafélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi félag landsins, stofnað 1871. Tilgangur félagsins er vinna blómlegu og þjóðlegu stúdentalífi, eins og það er orðað í lögum félagsins. Í stjórn félagsins er talsverð breidd í aldri, en 62 ár eru á milli elsta og yngsta stjórnarmeðlims. Tvær ályktanir voru samþykktar á aðalfundi félagsins 27.feb. sl. og báðar þeirra sneru styttum bæjarins, annars vegar styttunni af Jónasi Hallgrímssyni, sem er í Hljómskálagarðinum, og svo styttan af Sæmundi á selnum sem er við Háskóla Íslands. Björn Jón Bragason, nýkjörinn formaður félagsins kom í þáttinn og sagði okkur meira frá félaginu, sögu og starfsemi þess.

Helga Arnardóttir fjölmiðlakona kom svo til okkar í spjall, en annan hvern þriðjudag á næstunni mun hún endurvekja Heilsuvaktina, sem hún byrjaði með í þættinum árið 2016. Hún mun fjalla um heilsuna frá öllum mögulegum hliðum og heimsækja fólk sem getur frætt okkur um völdundarhús heilbrigðis. Hvað er nýtt og hvað er gott og gilt? Helga hefur undanfarin ár fjallað um langlífi og heilsu í sjónvarpi og útvarpi og við hlökkum til pistla í formi Heilsuvaktarinnar á næstu vikum.

Tónlist í þætti dagsins:

Lífsgleði / Moses Hightower (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson)

Í löngu máli / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir)

Signals / Júníus Meyvant (Unnar Gísli Sigurmundsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

26. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,