Mannlegi þátturinn

Solihull aðferðin, íslensk strandmenning og eldsumbrotin

Solihull er aðferð sem snýst um snemmtæka íhlutun, aðgerðir og vinnulag til auka geð- og tilfinningaheilbrigði ungra barna og foreldra. Við fræddumst í dag um þessa aðferð þegar Gunnlaug Thorlacius, yfirfélagsráðgjafi Landspítalans og formaður Geðverndarfélags Íslands, kom í þáttinn ásamt Kjartani Valgarðssyni framkvæmdastjóra félagsins einmitt til þess fræða okkur um Solihull aðferðina.

Framundan er málþing Vitafélagsins um íslenska strandmenningu, stöðu hennar og framtíð. Málþingið fer fram á Akranesi 4. mars, þar verða flutt erindi um strandmenningu, sögu hennar, strandmenningu í bókmenntum og fleira auk þess sem það verða pallborðsumræður. Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Vitafélagsins kom í þáttinn ásamt Árna Daníel Júlíussyni sagnfræðingi og þau sögðu okkur frekar frá íslenskri strandmenningu og málþinginu.

Þorvaldur Þórðarsson prófessor í eldfjallafræði og bergfræði kom svo til okkar og við spurðum hann útí stöðuna á Reykjanesi þar sem enn einu sinni er útlit fyrir gos. Hann fræddi okkur um hvað er í gangi undir yfirborði jarðar í svona jarðhræringum og eldsumbrotum og þetta tímabil sem augljóslega er hafið og sér ekki fyrir endann á í bili minnsta kosti.

Tónlist í þættinum í dag:

Þúsund sinnum segðu / Toggi og Ourlives (Helgi Björnsson, Rafn Jónsson, Sæmundur Rúnar Þórisson og Örn Jónsson)

Sólarlag = Sunny Days / Pónik (ProKop, Þorvaldur Halldórsson og Erlendur Svavarsson)

Hvenær ég þig næst / Tómas R. Einarsson og Ragnhildur Gísladóttir (Tómas R. Einarsson og Linda Vilhjálmsdóttir)

Mambó / Tónar og trix, Bogomil Font (Bob Merrill og Loftur Guðmundsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

21. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,