Mannlegi þátturinn

Brot af því besta, jóga, þarmaflóran og upphrópunarmerkið

Við vorum í upprifjunargírnum í dag og rifjuðum upp brot af því besta frá nýliðnu ári úr Mannlega þættinum. Við fengum til dæmis góða gesti í desember sem gáfu góð ráð gegn streitu og ráð um hvernig við getum notið lífsins betur og einfaldað hlutina, sérstaklega í aðdraganda jólanna. Við rifjuðum því upp viðtal við Ástu Arnardóttur jógakennara frá því í desember.

Við heyrðum líka aftur viðtal við Birnu G. Ásbjörnsdóttur, sem var fyrst í þættinum í nóvember. Birna er rannsakandi við Háskóla Íslands og gestarannsakandi við Harvard Medical School, frum­kvöðull og stofnandi Jörth. Meltingarvegurinn og þarmaflóran hafa verið þungamiðjan í menntun Birnu og rannsóknum hérlendis og erlendis í tæpa tvo áratugi. Hún sagði okkur frá mikilvægi þarmaflórunnar og hvað hefur mest áhrif á hana, t.d. gervisæta af ýmsu tagi og neysla á orkudrykkjum.

Við rifjum svo upp áhugavert viðtal við Önna Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins, sem kom til okkar í byrjun nóvember og við ræddum við hana um upphrópunarmerkið. Nú, á tímum samfélagsmiðla, þar sem fólk skrifar færslur um allt milli himins og jarðar þá er áhugavert skoða mismunandi notkun fólks á upphrópunarmerkinu. Sum nota það óspart, jafnvel mörg í einu, eftir nánast hverja einustu setningu, á meðan önnur nota það talsvert minna og jafnvel ekki. Anna fræddi okkur um upphrópunarmerkið, merkingu þess, notkun og sögu í viðtalinu.

Á Mallorca / South River Band (Ólafur Þórðarsson og Helgi Þór Ingason)

Chavosuite / Kronos Quartet (Ludwig van Beethoven)

Tunglið mitt / Hildur Vala (Jón Ólafsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson)

Allur lurkum laminn / Bjarni Arason (Hilmar Oddsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

2. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,