Mannlegi þátturinn

Gunnlaugur og stjörnuspekin, vinkill og Adolf lesandinn

Við veltum fyrir okkur stjörnuspeki og tímanum í dag með stjörnuspekingnum Gunnlaugi Guðmundssyni. Í hvaða hringrás eða tímabili erum við í dag og er því fara ljúka? Víst er víða í heimi er erfitt ástand, stríð, óeining og togstreita. Hvað segir stjörnuspekin um ástandið á þessum tímum? Gunnlaugur fór yfir það með okkur í dag.

Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði hann vinkilinn vangaveltum um vetrarfærð og hegðun ökumanna við krefjandi aðstæður, auk þess sem gamalli þjóðsögu frá Úkraínu brá fyrir.

Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Adolf Smári Unnarsson, leikstjóri og leikskáld. Hann leikstýrir sýningunni Kannibalen í Tjarnarbíói. En hann sagði okkur auðvitað frá því hvaða bækur hann hefur verið lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Adolf sagði frá eftirtöldum bókum og höfundum:

Vordagar í Prag e. Þorsteinn Jónsson

The Black Death e. Sean Martin

Other People's Clothes e. Calla Henkel

Salamöndrustríðið e. Karel Capek

Svo talaði hann um höfundana Thomas Bernhard, Michel Houlebecq og Isabel Allende.

Tónlist í þættinum í dag:

Hvítu mávar / Helena Eyjólfsdóttir (Walter Lange og Björn Bragi Magnússon)

Brand New Key / Melanie (Melanie Safka)

Everybody’s talkin’ / Harry Nilson (Fred Neill)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

5. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,