• 00:04:09Heimir Már Pétursson - föstudagsgestur
  • 00:22:22Heimir Már - seinni hluti
  • 00:39:21Matarspjallið - Sigurlaug í Póllandi

Mannlegi þátturinn

Heimir Már föstudagsgestur og matarspjall frá Kraká

Föstudagsgesturinn okkar þessu sinni var Heimir Már Pétursson fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Heimir hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2023 fyrir ítarlega og vandaða umfjöllun um kjaramál. Heimir hefur unnið sem blaðamaður hjá Þjóðviljanum, Bændablaðinu, Helgarblaðinu og Norðurlandi. Hann á einnig tónlistarferil og hefur verið textahöfundur. En við auðvitað förum aftur í tímann með Heimi Má, fáum hann til segja okkur frá æskuslóðunum á Ísafirði, tónlistinni, námsárunum og fleiru á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag.

Svo var það matarspjallið, Sigurlaug Margrét var í þetta sinn stödd í Kraká í Póllandi og hún talaði auðvitað um Prins Polo en líka dumplings, snitzel, súrar gúrkur, berlínarbollur og pretzel. Og svo sagði hún frá heimsókn sinni í safnið í Auscwitz.

Tónlist í þættinum:

Þín innsta þrá / B.G. og Ingibjörg (Verard, Rocco Granata, texti Jóhanna Erlings Gissurardóttir)

Democracy / Leonard Cohen (Leonard Cohen & Jeff Fisher)

Tíminn líður / Hnotubrjótar (Heimir Már Pétursson og Þór Eldon)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON

Frumflutt

5. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,