Mannlegi þátturinn

Aðgengi í ferðaþjónustu, jól Kristínar Helgu og kuldaveðurspjall

Við fræddumst í dag um verkefnið Gott aðgengi í ferðaþjónustu sem Ferðamálastofa stendur fyrir í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands, Sjálfsbjörgu og Mannvirkjastofnun. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni búa 15% mannkyns við einhvers konar fötlun. Og það er auðvitað alls ekki nógu gott ef stór hluti þess fólks getur ekki ferðast og skoðað það sem það vill vegna slæms aðgengis. Ásbjörn Björgvinsson ferðamálafrömuður kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá þessu verkefni.

Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur kom svo í heimsókn til okkar og við rifjuðum upp með henni jólaminningar frá æsku hennar í Garðahreppi, eins og við ætlum gera nokkrum sinnum í aðdraganda jólanna. Kristín Helga reið á vaðið en hún er einmitt höfundur barnabókanna um Fíusól og í síðustu viku var leikritið Fíasól frumsýnt í Borgarleikhúsinu.

Veðurspjallið með Einari Sveinbjörnssyni var svo á sínum stað í lok þáttar. Miklir kuldar hafa verið víðs vegar norðanlands það sem af er desember. Greinileg umskipti eru framundan í veðrinu og stóra spurningin var auðvitað borin fram: landsmenn jólasnjó? Við töluðum svo lokum um vonir og væntingar varðandi árangur á loftslagsráðstefnunni, COP28, sem er ljúka.

Tónlist í þættinum í dag:

Jólin með mér / Góðu molarnir (Þorgrímur Þorsteinsson og Sæmundur Rögnvaldsson)

I?ll Be Home For Christmas / Dean Martin & Scarlett Johansson (Buck Ram, Kim Gannon & Walter Kent)

Rudolph, The Red-Nosed Reindeer / Ella Fitzgerald (Johnny Marks)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

12. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,