• 00:04:30Hanna Birna Kristjánsd. - föstudagsgestur
  • 00:20:26Hanna Birna - seinni hluti
  • 00:40:10Matarspjallið - molar og purusteik

Mannlegi þátturinn

Hanna Birna föstudagsgestur og matarspjall um mola og puru

Hanna Birna Kristjánsdóttir var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Hún er fyrrum innanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og borgarstjóri í Reykjavík. Eftir hún sagði skilið við stjórnmálin hefur hún m.a. verið ráðgjafi á aðalskrifstofu UN Women í New York, verið formaður framkvæmdastjórnar Women Political Leaders (WPL) og verið í forsvari fyrir alþjóðlega ráðstefnu kvenleiðtoga sem haldin hefur verið í Hörpu. Hanna Birna er fædd og uppalin í Hafnarfirði og við spjölluðum við hana um æskuna og uppvöxtinn, skólagönguna, námið í Edinborg og svo sagði hún okkur frá því hvað hún er gera í dag.

Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað og það var þungt hljóð í Sigurlaugu Margréti þegar hún ræddi um þróun makkintosh molanna. Svo ræddum við einu sinni sem oftar um purusteikina og hvað þarf til gera vel heppnaða, stökka puru.

Tónlist í þættinum í dag:

Klukknahljóm / Þórir Baldursson (erlent lag, útsetning Þórir Baldursson og Gunnar Þórðarson)

Hótel Jörð / Vilborg Árnadóttir, Heimir og Jónas (Heimir Sindrason og Tómas Guðmundsson)

Áfram stelpur / Áfram stelpur hópurinn - Anna Kristín Arngrímsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigrún Björnsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir (Dagný Kristjánsdóttir, Gunnar Edander og Kristján Jóhann Jónsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

8. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,