• 00:04:49Þorgerður Katrín - föstudagsgestur
  • 00:21:18Þorgerður Katrín - seinni hluti
  • 00:41:18Matarspjallið - sósur með hátíðarmatnum

Mannlegi þátturinn

Þorgerður Katrín föstudagsgestur og sósumatarspjall

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingkona var föstudagsgestur Mannlega þáttarins þessu sinni og við komum víða við í spjallinu með henni. Hún rifjaði upp æsku sína og hvernig hún ætlaði sér verða dýralæknir lengi vel, hvað henni leið vel í sveitinni en líka hversu gaman það var alast upp í Breiðholtinu. En hvernig stóð á því hún fór í stjórnmálin? Hvers vegna fór hún í lögfræði en ekki leiklist? Við heyrðum allt um það í skemmtilegu spjalli við Þorgerði Katrínu.

Í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti töluðum við um sósugerð fyrir jólin. Rjúpusósa, sósa með kalkúninum og hamborgarhryggnum. Ekki vorum við öll sammála um hvað og hvað ekki í þeim efnum en við vorum þó sammála um góð sósa getur svo sannarlega gert gæfumuninn.

Tónlist í þættinum í dag:

Bíddu pabbi / Vilhjálmur Vilhjálmsson (lag Callander & Stevens, texti Iðunn Steinsdóttir)

Sister Golden Hair / America (Gerry Beckley)

Fairytale of New York / The Pogues & Kirsty MacColl (Jem Finer & Shane MacGowan)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

22. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,