• 00:06:25Anna María og Dóra - skyrið og Lífræni dagurinn
  • 00:35:35Veðurspjall, haust og Grímsstaðir - Einar Sveinbj.

Mannlegi þátturinn

Skyrið, Lífræni dagurinn og veðurathugunarstöðin á Grímsstöðum

Hvað varð um íslenska hnausþykka og súra skyrið okkar og af hverju er það orðið aukefnaþeyttri, jafnvel sykraðri þunnri jógúrt sem neytendum býðst nánast eingöngu í matvörubúðum í dag? Neytendur þurfa leggja sig sérstaklega eftir því og fara á tiltekna staði til þess nálgast alvöru skyr eins og þekktist í gamla daga. Hallgrímur Helgason rithöfundur hrinti af stað kröftugri umræðu um íslenska skyrið á samfélagsmiðlum um helgina og sagði fjölmarga sakna þess og spurði hvers vegna við gátum glutrað þessu niður? Við ræddum um hvað hefur breyst á framleiðslu skyrs, mjólkurvara og annarra matvæla síðastliðin ár, stöðu lífrænnar framleiðslu á Íslandi og Lífræna daginn sem verður haldinn á laugardaginn næstkomandi eða 20.september víða um land. Þær Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow food á Íslandi, og Anna María Björnsdóttir, kvikmyndagerðarkona og verkefnastjóri Lífræna dagsins, voru með okkur í þættinum í dag.

Einar Sveinbjörnsson kom svo til okkar í dag í Veðurspjallið. Í þetta sinn ræddi hannum veðrabrigðin, en það eru talsvert greinileg haustteikn í kortunum, kannski greinilegri en oft áður. Og sagði hann frá heimsókn sinni á Grímsstaði á Fjöllum í sumar. Þar hefur verið veðurathugunarstöð í yfir hundrað ár og er hún ein síðasta mannaða stöðin á landinu.

Tónlist í þættinum í dag:

Lambalæri / Ómar Ragnarsson og Lúdó sextett (Hank Williams, texti Ómar Ragnarsson)

Græna byltingin / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)

Vindar hausti / Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson (Antonio Carlos Jobim, texti Birkir Blær Ingólfsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

16. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,