• 00:06:03Þorgerður Sigurðard. - grindarbotninn
  • 00:22:10Vinkill um pasta, kartöflur og Kanada
  • 00:35:29Guðjón Ragnar - lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Grindarbotninn, sextugasti vinkillinn og Guðjón lesandi

Dr. Þorgerður Sigurðardóttir er sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun með áherslu á grindarbotn. Hún lauk doktorsnámi árið 2020 þar sem rannsóknarefni hennar sneri heilsu kvenna og áhrifum fæðingar á grindarbotn og einnig skoðaði hún hvort sjúkraþjálfun og fræðsla geti bætt heilsu og lífsgæði kvenna á þessu mikilvæga skeiði lífsins. Þorgerður kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um þetta.

Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag, þetta er sextugasti vinkillinn sem við fáum frá honum og þessi fjallar um pasta, kartöflur, slípivélar, Kanada og skáldið góða Káinn á síðustu línurnar.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðjón Ragnar Jónasson rithöfundur, þýðandi, búfræðingur og íslenskufræðingur. Það er nýútkomin bók eftir hann og Daníel Hansen sem heitir Forystufé og fólkið í landinu. Við fengum hann til segja okkur aðeins frá þeirri bók og svo auðvitað frá því hvað hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Guðjón talaði um eftirfarandi bækur:

Högni e. Auði Jónsdóttur

Vandamál vina minna e. Hörpu Rún Kristjánsdóttur

Sauðfjárbúskapur í Reykjavík e. Ólaf Dýrmundsson

Ármann Kr. Einarsson, Indriði Úlfsson, Guðrún Helgadóttir, Arnaldur Indriðason og glæpasögur til dæmis eftir Stefán Mána og Evu Björg Ægisdóttur

Brekkukotsannáll e. Halldór Laxness

Tónlist í þættinum í dag:

Norðurljós / Eyjólfur Kristjánsson (Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Símonarson)

Come Down Easy / Carole King (Carole King & Toni Sterne)

Veronica / Cornelis Vreeswjik (Cornelis Vreeswijk)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

20. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,