• 00:05:18Magga Stína - föstudagsgestur
  • 00:23:55Magga Stína - seinni hluti
  • 00:37:11Matarspjallið - enn um bix eða biks

Mannlegi þátturinn

Magga Stína föstudagsgestur og áfram um bíxímat

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var söng- og tónlistarkonan Magga Stína, eða Margrét Kristín Blöndal. Hún hefur afrekað ýmislegt á sínum tónlistarferli, sungið með hljómsveitum eins og Sýrupolkasveitinni Hr.ingi.r, Risaeðlunni, Bikarmeisturunum, Jazzhljómsveit Konráðs og Dvergunum sjö. Hún hefur einnig gefið út sólóplötur í eigin nafni og eina núna nýlega, upptaka af tónleikum hennar í Hörpu árið 2020 hvar hún söng lög eftir Megas. Magga Stína kom víða við í spjallinu við fórum aftur í tímann á æskuslóðirnar í Þingholtunum og í Vesturbænum. Hún talaði um tónlistina, fiðlubogann, metnaðarleysi i markaðsmálum og nýju plötuna.

Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað. Við héldum áfram tala um bíxímat, við fengum talsvert af ábendingum og skilaboðum frá hlustendum eftir spjall síðustu viku og fékk Guðrún tækifæri lýsa sinni skoðun á bíxímat. Svo ræddum við nýtingu á afgöngum og heyrðum um lambalæri eftir palenstínskri uppskrift.

Tónlist í þættinum í dag:

Hope / Risaeðlan (Magga Stína og Risaeðlan)

Naturally / Magga Stína (Magga Stína)

Vinaminni / Magga Stína (Magnús Þór Jónsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

19. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,