• 00:06:14Auður og Sigríður - læsi og lesskilningur
  • 00:30:26Brynja Þorgeirsd. - tilfinningaskalinn í fornsögum

Mannlegi þátturinn

Læsi og lesskilningur íslenskra barna og tilfinningar í Íslendingasögunum

Læsi og lesskilningi íslenskra barna hefur hrakað þrátt fyrir allskonar átaksverkefni í gegnum tíðina. Deilt hefur verið um hver beri ábyrgð á þessari stöðu og sitt sýnist hverjum. En væntanlega eru allir sammála um eitthvað verður gera til bæta stöðuna. eru grunnskólar landsins komnir í sumarleyfi og væntanlega margir foreldrar sem velta fyrir sér hvernig eigi halda lestri börnum sínum næstu mánuði. Auður Björgvinsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir læsisfræðingar og kennarar ræddu þetta.

Hvernig birtast tilfinningar á borð við reiði, skömm, ást, girnd, samkennd og fleira í norrænum fornsögum? Þetta verður umfjöllunarefni málþings á vegum Miðaldastofu Íslands á morgun í tilefni af útkomu bókar sem ber heitið SAGA EMOTIONS. Her fræðimanna hefur skrifað um nær allan tilfinningaskalann og rannsakað hvernig hann kemur fram hjá söguhetjum Íslendingasagnanna. Brynja Þorgeirsdóttir lektor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands, ein höfunda og ritstjóra bókarinnar kom í þáttinn.

Tónlist í þættinum í dag:

Valentine / Richard Hawley

Build me up Buttercup / The Foundations

Umsjón: Helga Arnardóttir og Guðrún Hálfdánardóttir.

Frumflutt

11. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,