Mannlegi þátturinn

Minningartónleikar, veðurspjall og ellefu ára einsöngvari í Hörpu

Þann 24.ágúst 2023 hefði Bjarki Friðriksson orðið fimmtugur, en hann lést tæplega tvítugur skyndilega úr heilahimnubólgu árið 1993. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, systir Bjarka, ætlar minnast hans með tónleikum á sunnudaginn og Karl Olgeirsson mun spila á Bjarkann, hammondorgel sem safnað var fyrir árið 2018 með dyggri aðstoð góðra vina. Hammondið á sér varanlegan stað í Hörpu. Allur ágóði tónleikanna mun renna til málefna sem styðja við ungt fólk sem þarf aðstoð við vinna sig úr áföllum. Við ræddum við Siggu Eyrúnu í þættinum í dag.

Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom til okkar í sitt vikulega veðurspjall í dag. Við ræddum við Elínu um til dæmis nöfn á stormum og veðurkerfum og sjaldgæf veðurskil.

Við fengum svo í heimsókn Jóhannes Jökul Zimsen, ellefu ára dreng sem er fara syngja einsöng í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn. Með honum kom Bjarni Frímann Bjarnason, kórstjóri Mótettukórsins. Jóhannes Jökull mun syngja á hebresku í Chichester sálmum Leonards Bernstein og þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann stendur á sviði Eldborgar.

Tónlist í þætti dagsins:

Landgangur / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal og Hallgrímur Helgason)

Nothing compares to you/Sinéd O?Connor (Prince Roger Nelson)

Í fylgsnum hjartans / Stefán Hilmarsson (Stefán Hilmarsson og Ástvaldur Traustason)

Hamingjan / Björgvin Halldórsson (Bob Merrill & Þorsteinn Eggertsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

23. ágúst 2023

Aðgengilegt til

23. ágúst 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,