• 00:09:33Járnkýrin Edda - Beate Stormo
  • 00:29:12Ferðalangurinn Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld

Mannlegi þátturinn

Risakýrin Edda og ferðalangurinn Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld

Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir

Núna á laugardaginn þann 19. ágúst verður risakýrin Edda formlega vígð en Edda er tveggja tonna listaverk úr smiðju Beate Stormo, eldsmiðs og bónda á bænum Kristnesi í Eyjafirði. Kýrin er þrír metrar á hæð og fimm á lengd og er hugsuð sem tákn Eyjafjarðarsveitar enda eru mörg blómleg mjólkurbú á svæðinu. Við forvituðumst um þetta merkilega listaverk hér í Mannlega þættinum í dag.

Í sumar höfum við heyrt alls kyns ferðasögur í útvarpinu og höfum fengið ábendingar frá hlustendum um ferðalanga sem hafa eytt miklum tíma í ferðalög og jafnvel bara einir á ferð. Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld er einn af þeim sem hefur farið víða, fyrst með öðrum en eftir hafa prófa ferðast einn var ekki til baka snúið. Hann fór með vinum sínum til Víetnam fyrir nokkrum árum og þeir fóru á mótorhjólum þvert yfir landið. Hann hefur hjólað niður Suður Kóreu til Busan, fór til Kína einn á mótorhjóli og var þar í tæpa 4 mánuði, til Kúbu hvar hann hjólaði þvert yfir eyjuna á 21 dögum og í byrjun september er stefnan tekin á mótorhjólaferð um Bandaríkin,Mexico og Mið Ameríku, ferðalag sem tekur næstum því eitt ár. Við ræddum við Eirík í dag,

Ertu viss/Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson-Aðalsteinn Ásberg)

Ég fer á Landrover frá Mývatni á Kópasker/Helgi Björnsson(Helgi Björnsson,Guðmundur Óskar og Atli Bollason)

Sang til Byen/Kari Bremnes(Kari Bremnes)

Frumflutt

17. ágúst 2023

Aðgengilegt til

16. ágúst 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,