Mannlegi þátturinn

Steinunn Sigurðard. föstudagsgestur og skólanestisspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur. Hún sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók aðeins nítján ára og hefur síðan sent frá sér tugi verka, ljóðabækur, skáldsögur, smásögur, leikverk og sannsögur. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir ritstörf sín, þar á meðal Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Íslensku bókmenntaverðlaunin. Bækur Steinunnar hafa verið gefnar út víða í Evrópu við góðar undirtektir og í Frakklandi var gerð kvikmynd eftir einni af hennar þekktustu sögum, Tímaþjófnum. Við fórum í þættinum með Steinunni aftur í upprunann, æskuna og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag og svo sagði Steinunn okkur frá sinni nýjustu bók, Ból, sem kemur út 31. október.

Matarspjallið með frú Sigurlaugu Margréti var auðvitað á sínum stað og í dag skoðuðum við gamla góða skólanestið. Og við lögðum áherslu á gamla góða því við rifjuðum upp hvað við vorum með í nesti þegar við vorum í grunnskóla. Mjólk í tómatsósuflöskum, brauð með kæfu, sítrónu Svali og fleira kom til tals.

Tónlist í þættinum

Franskar (sósa og salat) / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson og Gunnar B. Jónsson)

Kavaljersvisan (Det gör detsamma var du stupar) / Lille Bror Söderlundh (Lille Bror Söderlundh)

Its raining again / Supertramp (Roger Hodgson og Rich Davies)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Frumflutt

29. sept. 2023

Aðgengilegt til

29. sept. 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,