Mannlegi þátturinn

Briskrabbamein, Fundur fólksins og Eldri og betri

Briskrabbamein eru erfið viðureignar og þrátt fyrir vera um einungis 2% af þeim krabbameinum sem greinast á hverju ári hér á landi eru þau fjórða algengasta orsök dauðsfalla af völdum krabbameina. Afar brýnt er finna leiðir til auka lifun þeirra sem briskrabbamein, meðal annars með því greina meinin snemma, þegar skurðaðgerð er enn líkleg til árangurs. Ein leiðin til þess er bæta eftirlit með einstaklingum sem vitað er eru í hárri áhættu á briskrabbamein út frá erfðaþáttum. Á Landspítalanum er hafinn undirbúningur slíku eftirliti. Við töluðum við Sigurdísi Haraldsdóttur yfirlækni krabbameinslækninga á Landspítalanum og dósent við Háskóla Íslands í þættinum í dag.

Lýðræðið og samfélagsmál verða rauður þráður Lýðræðishátíðarinnar Fundur fólksins verður haldinn á morgun og hinn í við Norræna húsið. Hátíðin er áttunda í röðinni og á henni verða fjölbreyttar umræður um fjölbreytt málefni, allt frá ull til dánaraðstoðar. Tilgangur hennar er skapa vettvang til samtals milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagasamtaka. Ingibjörg Gréta Gísladóttir, verkefnastjóri Fundar fólksins sagði okkur meira um fundinn og hvað þar fer fram og með henni kom Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar félags um dánaraðstoð, hún sagði okkur frá tveimur viðburðum sem félagið verður með á fundinum.

Við fræddumst svo um ráðstefnuna Eldri og betri, á vegum Sóltúns heilbrigðisþjónustu, sem stóð einmitt yfir í Norðurljósasal Hörpu á sama tíma og þátturinn var í loftinu. Þar var rætt um mögulegar lausnir á áskorunum framundan til þess geta mætt og sinnt þörfum ört stækkandi hóps aldraðra hér á landi. Sérfræðingar í öldrunarþjónustu fóru yfir stöðuna ásamt því sem erlendir sérfræðingar deildu reynslu af því hvernig önnur lönd gera í þessum málaflokki. Við fengum Höllu Thoroddsen, forstjóra Sóltúns heilbrigðisþjónustu, til segja okkur frekar frá því helsta sem er rætt um á ráðstefnunni.

Tónlist í þættinum

Í löngu máli / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir)

From The Start / Laufey (Laufey & Spencer Stewart)

Something Better / Kári (Kári Egilsson)

Árstíðirnar þrjár / Karl Olgeirsson og Kristjana Stefánsdóttir (Karl Olgeir Olgeirsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

14. sept. 2023

Aðgengilegt til

14. sept. 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,