Mannlegi þátturinn

Kjaramál eldri borgara, kaffivinkill og Kamilla lesandinn

Landssamband eldri borgara, LEB, hefur undanfarin misseri unnið stefnumörkun í kjaramálum eldra fólks, í samstarfi við félaga í aðildarfélögunum 55, sem mynda Landssamband eldri borgara. Í þessari stefnumörkun eru lagðar fram ýmsar leiðir til úrbóta fyrir stjórnvöld og í dag kl.13 verður sérstakt málþing um kjör eldri borgara á Hilton Reykjavík Nordica og yfirskriftin er: Við bíðum... EKKI LENGUR. Helgi Pétursson er formaður Landsambands eldri borgara og hann kom í þáttinn í dag.

Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði hann vinkilinn uppáhelltu kaffi, espresso og Goethe sjálfur var svo í aukahlutverki.

Kamilla Einarsdóttir rithöfundur var svo lesandi vikunnar í þetta sinn. Við fengum vita hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Kamilla talaði um eftirtaldar bækur:

Hlustum frekar lágt e. Þórarinn Eldjárn

Kletturinn e. Sverri Norland

Vegamyndir e. Óskar Árna Óskarsson

Dauðaslóðin e. Söru Blædel

Lína Langsokkur e. Astrid Lindgren

Einar Áskell e. Gunnilla Bergström

Tónlist í þættinum

Ég vil bara beat músík / Ríó tríó (Dixon, Mason og Ómar Ragnarsson)

Í rökkurró / Helena Eyjólfsdóttir (Al Nevins, Artie Dunn, Marty Nevins og Jón Sigurðsson )

Númi / Kristín Lárusdóttir (Kristín Lárusdóttir)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Frumflutt

2. okt. 2023

Aðgengilegt til

2. okt. 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,