Mannlegi þátturinn

Sigurður Þorri föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sigurður Þorri Gunnarsson, eða Siggi Gunn. Hann ættu hlustendur þekkja til dæmis þar sem hann var kynnir á Söngvakeppninni í ár og svo sendi hann líka sjónvarpsinnslög frá sjálfri keppninin. Hann var kynnir á stórtónleikum Rásar 2 sem voru í beinni útsendingu í sjónvarpinu á Menningarnótt og svo var hann einnig spyrill í sjónvarpsþáttunum Með á nótunum. Hann lærði fjölmiðlafræði í Verkmenntaskólanum á Akureyri, lærði útvarpsmennsku í Sunderland og var lengi útvarpsmaður á K100. Hann er kominn á Rás 2 í Popplandið og Félagsheimilið, auk þess vera tónlistarstjóri Rásar 2. En við fengum kynnast Sigga betur í þættinum í dag, fórum aftur í æskuna og uppeldið fyrir norðan og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag.

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, sneri aftur í þáttinn og Siggi Gunn, föstudagsgestur, var með okkur áfram í matarspjallinu í dag. Við fengum vita hvað er hans uppáhaldsmatur og hvað eru hans sérréttir í eldhúsinu.

Tónlist í þætti dagsins:

/ Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)

Og co. / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Þór Sigmundsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson)

I Wish I Knew (how it would be to be free) / Nina Simone (Richard Lamb & Billy Taylor)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

1. sept. 2023

Aðgengilegt til

1. sept. 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,