Mannlegi þátturinn

Leiðtogasamfélagið, hönnunarverðlaun og Akureyrarvaka

Börn fæðast sem leiðtogar en samfélgið gerir þau fylgjendum. Þessi setning blasir við þegar maður fer inn á síðuna Leiðtogasamfélagið.is. Inga Sigrún Atladóttir kennari og fyrrverandi skólastjóri vann því fyrir nokkrum árum innleiða þær nýjungar sem komu fram í íslensku námskránni 2011 fyrir leik-, grunn-, og framhaldsskóla með heildstæðri hugmyndafræði sem hún kallaði Leiðtogasamfélagið og snéri fyrst og fremst valdeflingu barna og gagnrýnni hugsun. Fyrir þremur árum hætti hún sem skólastjóri til skrifa bók um hugmyndirnar sem hún ætlaði yrðu eins konar leiðarvísir fyrir kennara og skólastjórnendur til innleiða þær nýjungar sem námskráin 2011 boðaði. er fyrsta bókin í bókaflokknum komin út og við fengum Ingu til segja okkur frá hugmyndafræðinni og Leiðtogasamfélaginu.

Það var tilkynnt um það í síðustu viku hönnunarstofa Hlyns V. Atlasonar, Atlason Studio, hreppti hin virtu Cooper Hewitt National Design Awards verðlaun í Bandaríkjunum í flokki vöruhönnunar. Þessi verðlaun eru á vegum Smithsonian safnsins og Hvíta hússins og eru með þeim stærstu og virtustu í Bandaríkjunum á þessu sviði. Það kannski helst líkja þeim við Óskarinn í hönnun. Við hringdum í Hlyn í New York og fengum Eyjólf Pálsson í Epal og ræddum um þessi virtu verðlaun, störf Hlyns og íslenska hönnun í þættinum í dag.

Akureyrarbær fagnar 161 árs afmæli sínu 29. ágúst og verður því verður fagnað með ýmsu móti um helgina á Akureyrarvöku. Opinber heimsókn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, skipar háan sess um helgina en við heyrðum í Þórgný Dýrfjörð, forstöðumanni menningar- markaðs og atvinnumála hjá Akureyrarstofu, og hann sagði okkur frá því helsta sem verður á döfinni á vökunni.

Tónlist í þætti dagsins:

Undrahatturinn / Ási í (Ási í bæ)

Miss Chatelain / KD Lang (KD Lang og Ben Mink)

Smooth Operator / Sade

Halló Akureyri / Lúdó og Stefán (J. Leiber og Ómar Ragnarsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

24. ágúst 2023

Aðgengilegt til

24. ágúst 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,