Mannlegi þátturinn

Seiglurnar, íslenskukennsla og hnattverkfræði

Fimm áhugkonur í siglingum, Seiglurnar, tók þátt í siglingakeppni í New York í byrjun september og lentu í 7.sæti sem kom þeim sjálfum mjög á óvart þar sem þær voru keppa við atvinnukonur í greininni. Keppnin er haldin til það styðja og efla siglngar kvenna en Seiglurnar eru fyrsta og eina keppnisáhöfn Íslands sem er eingöngu skipuð konum. Þær fundu ekki keppnisbát hér heima en fóru til Svíþjóðar tvisvar til æfinga þar sem þær æfðu á réttum bát. Við töluðum i dag við þær Önnu Karen Jörgensdóttur og Guðrúnu Björk Friðriksdóttur sem voru nýkomnar heim eftir keppnina.

Við höfum áður fjallað um íslenskukennslu og mikilvægi hennar í þættinum en í dag fræddumst við um nýja nálgun hjá Mími símenntun, sem hefur auðvitað boðið upp á ýmiskonar íslenskukennslu í árafjöld, en er boðið upp á nýja nálgun sem snýr bókmenntun og íslensku. Þar er t.a.m. bók Þórunnar Rakelar Gylfadóttur, Akam, ég og Annika, sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og unglingabóka, en Þórunn Rakel vann í samstarfi við Rakel Eddu Guðmundsdóttur styttri útgáfu af bókinni fyrir kennsluna. Auk þess skrifaði Þórunn, ásamt Berglindi Ernu Tryggvadóttur, 25 smásögur fyrir kennsluna. Vanessa Monika Isenmann verkefnastjóri hjá Mími kom í þáttinn í dag og Þórunn Rakel Gylfadóttir var á línunni.

Elín Björk Jónasdóttir kom svo til okkar í sitt vikulega veðurspjall í dag. Í þetta sinn sagði fræddi hún okkur meðal annars um hnattverkfræði.

Tónlist í þættinum

Smooth Sailing / Ella Fitzgerald & Ray Charles Singers (Arnett Cobb)

Sailing Ships from Heaven / Katie Melua (Mike Batt)

Tico Tico / The Andrews Sisters (Zequinha De Abreu)

Going Up the Country / Canned Heat (Alan Wilson & B. White)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

19. sept. 2023

Aðgengilegt til

19. sept. 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,