• 00:08:42Edda og Sóley - Skiljum (við) verkina
  • 00:25:28Póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni
  • 00:38:22Stefanía og Sara María - NTC

Mannlegi þátturinn

Skiljum (við) verkina, NTC og póstkort frá Magnúsi

Það skiptir máli skilja verkina til geta skilið við þá. Þetta er orðað svona í lýsingu á námskeiðinu Skiljum (við) verkina hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þar munu þær Edda Björk Pétursdóttir, markþjálfi og jógakennari, og Sóley Stefáns, heilsumarkþjálfi og jógakennari, fræða þáttakendur um verki og taugakerfið og hvert samband heilans er við verkjaboð og hvort það jafnvel hægt draga úr eða jafnvel rjúfa verkjaboðin. Við fengum þær til útskýra þetta betur fyrir okkur í þættinum.

Við ætlum fræðast um verkefnið NTC eða Need to Connect en það snýst um styrkja og tengja ungar mæður, á aldrinum 18-30 ára, og rjúfa einangrun og einmanaleika með listþjálfun. Samstarfsaðilar verkefnisins koma frá Íslandi, Slóveníu, Ítalíu, Búlgaríu, Hollandi, Spáni og Litháen. Í verkefninu verður lögð áhersla á gefa ungum mæðrum tækifæri og getu til hafa áhrif og hjálpa öðrum mæðrum í svipuðum aðstæðum. Stefanía Kristinsdóttir, frá Einurð sem heldur utan um verkefnið hér á landi, og Sara María Estersebulvida Glaxorsdóttir móðir sem tekur þátt í námskeiðinu, komu í þáttinn í dag.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Póstkortið snerist þessu sinni um vatn, eða réttara sagt um skort á vatni. Hann sagði frá reynslu sinni af vatnsskorti og þurrkatíð í Ástralíu þegar hann dvaldi þar fyrir margt löngu. Í mörgum löndum hafa menn brugðið á það ráð eima vatn úr sjó til bregðast við breyttu veðurfari og þurrki, en aðferð er verulega mengandi og eykur í raun á vandann í stað þess leysa hann. Eiming á vatni úr sjó hefur fimmfaldast frá aldamótum og margir telja næstu styrjaldir í miðausturlöndum muni ekki snúast um olíu heldur vatn.

Tónlist í þætti dagsins:

Skólaball / Brimkló (Magnús Kjartansson)

Our House / Crosby, Stills, Nash & Young (Graham Nash)

Missisippi / The Cactus Blossoms (Jack Torrey)

Rainbow Connection / Willie Nelson (Willie Nelson, Amy Nelson, David Zettner & Matt Hubbard)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

30. ágúst 2023

Aðgengilegt til

30. ágúst 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,