Mannlegi þátturinn

Fjarvinna úti í heimi, vinkill dagsins og alþjóðleg drengjakórahátíð

Við ræddum við Davíð Rafn Kristjánsson framkvæmdastjóra Swapp Agency en það fyrirtæki sérhæfir sig í fjarvinnu milli landa. Davíð bjó í Asíu um tíma og ferðaðist þar um í nokkur ár og hugsaði með sér það væri frábært geta unnið fyrir hvaða fyrirtæki sem er, hvar sem er í heiminum.

Fyrirtækið var stofnað 2017 og aðstoðar starfsmenn búsetta á Norðurlöndunum við greitt sem launþegar þegar þau vinna fyrir fyrirtæki utan þess lands sem þau eru búsett í. Fyrirtækið hefur unnið með mörgum af stóru fyrirtækjum heims eins og Google,Tripadvisor,Harvard svo eitthvað nefnt.

Guðjón Helgi skúffuskáld úr Flóanum bar vinkilinn í pistli dagsins útilegubúnaði af ýmsu tagi.

Um helgina verður haldin hér á Íslandi alþjóðleg drengjakórahátíð þegar Drengjakór Reykjavíkur tekur á móti Sofia Boys Choir frá Búlgaríu, sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Á hátíðinni verða haldnir þrennir tónleikar, í Skálholti, Hallgrímskirkju og í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Á tónleikunum koma fram alls 50 söngvarar á aldrinum 8-20 ára sem flytja fjölbreytta efnisskrá þar sem íslensk og búlgörsk tónlist verður í fyrirrúmi. Við fengum til okkar Önnu Hugadóttur, formann foreldrafélags Drengjakórs Reykjavíkur, sem sagði okkur nánar frá hátíðinni og starfsemi drengjakórsins.

Tónlist:

- Bjartsýni/Ríó Tríó (Gunnar Þórðarsson-Jónas Friðrik)

- Síðan eru liðin mörg ár/Brimkló(erl-Þorsteinn Eggertsson)

- I will take the high note/ Harry James og orghestra(Johnny Green) Úr söngleiknum Bathy Beauty frá 1944)

Frumflutt

1. júní 2023

Aðgengilegt til

31. maí 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,