Mannlegi þátturinn

Sigríður Soffía, klifurstöð og leiksýning um virði hluta

Við fengum Sigríði Soffíu Nielsdóttur, dansara, danshöfund, listakonu og síðast ljóðskáld í spjall í dag. Þetta er Mannlegi þátturinn og hún gaf út ljóðabók sem heitir Til hamingju með vera mannleg, því urðum við skoða það aðeins. Í ljóðunum í bókinni fer Sigríður í gegnum reynsluna af því greinast með krabbamein og ganga í gegnum erfiða meðferð við meininu og það í heimsfaraldri. Sem dansari og danshöfundur var hún vön því skapa og túlka sína list með líkamanum, en í þessu tilfelli þurfti hún nota orðin. Sigríður Soffía sagði okkur frá því hvernig það gekk í þættinum í dag.

Í gömlu verksmiðjuhúsunum á Hjalteyri við Eyjafjörð hefur ýmis konar starfsemi byggst upp undanfarin ár. Það nýjasta er aðstaða til klifurs sem er opin almenningi. Klifurstöðin kallast 600Klifur og við fengum tvo meðlimi þaðan, þau Magnús Arturo Batista og Kötu Kristjánsdóttur, í þáttinn til segja okkur betur frá starfseminni.

Verðbólga, vaxtahækkanir og almennar verðhækkanir hafa sett strik í reikninginn hjá flestum í dag. Við forvitnuðumst um sýninguna This Is Not My Money sem verður sýnd í Tjarnarbíói. Í henni eru peningar og fjármál skoðuð og verðmæti og virði hluta. Til dæmis í stað þess rukka peninga fyrir aðgöngumiðann á sýninguna eru áhorfendur beðnir um færa leikhópnum einn hlut, gjarnan hlut sem á sér sögu. María Pálsdóttir kom, fyrir hönd hópsins subfrau sem stendur sýningunni, og sagði okkur meira frá því sem þarna mun fara fram.

Tónlist í þættinum:

Sumartíð / Guðrún Gunnarsdóttir og Latínudeildin (Ingvi Þór Kormáksson)

Síðasti móhítóinn / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason)

Óbyggðirnar kalla / KK & Magnús Eiríksson (Magnús Eiríksson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR

Frumflutt

22. júní 2023

Aðgengilegt til

22. júní 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,