Mannlegi þátturinn

Gervigreind, Kattholt og Allt í blóma í Hveragerði

Mikið hefur verið fjallað um gervigreind undanfarið, og talsvert hefur borið á fréttum þar sem fólk hefur áhyggjur af þróuninni, því mannkyninu standi ýmis konar ógn af gervigreind og setja þurfi skýrar reglur. Til dæmis heyrðust dæmi um það í fréttum fimmti hver nemandi í Noregi, á aldrinum 15-24 ára, noti gervigreind til aðstoða sig í við heimavinnu. En við ætlum fræðast í dag um mögulegar jákvæðar hliðar á notkun gervigreindar í skólum og hvernig hún getur nýst við kennslu. Tryggvi Thayer er doktor í samanburðarmenntunarfræðum, hann er einn af þeim sem kennir í námskeiði fyrir framhaldsskólakennara á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og við fengum hann til segja okkur betur frá því í dag.

Dýraathvörf fyrir heimilislaus dýr hérlendis eru full og sífellt fer fjölgandi tilvikum þar sem gæludýr eru skilin eftir á vergangi. Við töluðum við Hönnu í Kattholti, en hún er rekstrarstjóri Kattholts, og hún sagði okkur hverjar geta verið ástæðurnar fyrir því dýr verða heimilislaus og hvað er hægt gera.

Fjölskyldu og menningarhátíðin Allt í blóma í Hveragerði verður haldin næstu helgi og það verða tónleikar og alls kyns afþreying fyrir fjölskylduna og stjörnur eins og Bríet, Stefán Hilmarsson, Friðrik Dór, Stefanía Svavars og fleiri stíga á svið. Sigurgeir Skafti Flosason og Unnur Birna Bassadóttir eru ungt par sem hafa búið í Hveragerði síðustu ár og sett svip sinn á menningar- og tónlistarlífið þar, og reyndar víðar, og Skafti er framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Þau komu bæði í þáttinn í dag og við ræddum um lífið fyrir austan fjall og svo auðvitað um hátíðina Allt í blóma.

Tónlist í þættinum í dag:

Dagar / Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðarson)

Jörð / Unnur Birna og Fjallabræður (Unnur Birna Bassadóttir og Bragi Valdimar Skúlason)

Gamla kisa / Diddú (Jóhann Helgason og Jakob Thorarensen)

Þegar þú ert hér / Stefán Hilmarsson og Sálgæslan (Sigurður Flosason)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

28. júní 2023

Aðgengilegt til

28. júní 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,