Mannlegi þátturinn

Heyrnarskerðing - Heyrnarhjálp, Neyðartónleikar og Póstkort

Halla B. Þorkelsson, formaður Heyrnarhjálpar, landsfélags heyrnarskertra á Íslandi, kom í þáttinn í dag. Félagið var stofnað árið 1937 af hugsjónarfólki sem leitaði úrbóta vegna heyrnarskerðingar og hóf innflutning á heyrnartækjum og tækjum til mæla heyrn. Ein af mörgum afleiðingum ómeðhöndlaðar heyrnarskerðinga er félagsleg einangrun og skert lífsgæði vegna þessa. Halla fræddi okkur um starfsemi félagsins og félagsfólkið og til dæmis eyrnasuð, tinnitus og hljóðóþol.

Fjöldi listamanna kemur fram á neyðartónleikum í Hörpu vegna ópíóðafaraldurs sem er kosta mörg mannslíf, mánudagskvöldið 29. maí kl. 19.30. Um styrktartónleika er ræða sem verða einnig sendir í út í beinni útsendingu á RÚV. Tilgangur söfnunarinnar er safna fyrir Frú Ragnheiði og öðru skaðaminnkunarstarfi Rauða krossins. Ellen Kristjánsdóttir er ein þeirra sem koma fram á tónleikunum og ein af þeim sem er í forsvari fyrir þá, hún kom til okkar og svo heyrðum við í Hafrúnu Elísu Sigurðardóttur teymisstjóra skaðaminnkunar hjá Rauða Krossinum.

Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Póstkort dagsins fjallaði um tvennt þessu sinni. Í fyrsta lagi sagði Magnús af áhyggjum Eyjamanna vegna hugsanlegrar bilunar á einu vatnsleiðslunni sem liggur neðansjávar til Eyja. Hún er orðin fimmtán ára og spurningin er ekki hvort heldur hvenær hún mun bila eins og hinar tvær leiðslurnar sem hafa verið lagðar út til Eyja en eru ónýtar. Í öðru lagi velti hann fyrir sér hvað það er sem rekur menn til stunda hættulegar íþróttir eða koma sér í lífshættulegar aðstæður eins og maðurinn sem ætlar dvelja á pínulitlum kletti út í Atlanshafi í átta vikur.

Tónlist í þættinum í dag:

Refrain / Lys Assia (Geo Movard og Émilie Gardas) Vann fyrstu Eurovision 1956)

Kiddi Kadilakk / Magnús Eiríksson (Magnús Eiríksson)

Góða nótt / Ellen Kristjánsdóttir (Ólafur Bjarki Bogason, Baldvin Snær Hlynsson)

Ég veit þú kemur / Birgir Nielsen (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

24. maí 2023

Aðgengilegt til

24. maí 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,