• 00:08:16Menningin á Akureyri
  • 00:22:59Vinkill vikunnar
  • 00:33:36Lesandi vikunnar: Rakel Hinrikisdóttir

Mannlegi þátturinn

Menning á Akureyri, Vinkill vikunnar og lesandinn Rakel Hinriksdóttir

Við fjölluðum um hvað einkennir menningarlandslagið á Akureyri í upphafi þáttar. Hvað einkennir grasrótina, hvernig er lífið í Listagilinu, hverskonar menningarstarfsemi einkennir bæinn. Til þess ræða allt þetta og meira til fengum við til okkar þær Kristínu Þóru Kjartansdóttur, staðarhaldara og listrænan stjóranda í Flóru menningarhúsi í Sigurhæðum, og Þuríði Helgu Kristjánsdóttur, sjálfstætt starfandi verkefnastjóra og myndlistarmann, en þær hafa lifað og hrærst í menningarlífi Akureyrar í fjölda ára.

Guðjón Helgi skúffuskáldið góða úr Flóanum var með pistil í dag og þessu sinni lagði hann vinkilinn minnistæðustu viðburðum vetrarins.

Lesandi vikunnar var á sínum stað. þessu sinni kom til okkar í hljóðver á Akureyri listakonan Rakel Hinriksdóttir. Rakel sinni bæði ritstörfum og myndlist, auk þess starfa við félagsstarfið á Öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Þess utan er Rakel mikill lestrarhestur og við fengum vita allt um hennar eftirlætisbækur og höfunda.

Tónlist í þættinum:

Í rökkurró/Helena Eyjólfsdóttir(Erl-Jón Sigurðsson) Útsetning Karl Olgeirsson

-Ég nenni ekki labba upp Gilið - Brenndu bananarnir (Hekla Sólveig Magnúsdóttir og Sigrún Freygerður Finnsdóttir, 16 og 17 ára nemendur við Menntaskólann á Akureyri) .

Frumflutt

5. júní 2023

Aðgengilegt til

5. júní 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,