• 00:08:13Erla Hlynsdóttir höf bókarinnar - 11 þús volt
  • 00:31:25Lára Ómarsdóttir lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Erla og 11.000 volt og Lára Ómars lesandi vikunnar

Guðmundur Felix Grétarsson hefur mikið verið í fréttum undanfarin ár, hann missti báða handleggi í skelfilegu slysi aðeins 25 ára gamall. Langþráður draumur hans rættist á þessu ári, tuttugu og þremur árum eftir slysið, þegar hann fékk nýja handleggi í aðgerð sem markaði tímamót í sögu læknavísindanna. Stór áföll og erfiðar aðstæður hafa mætt honum frá því snemma á lífsleiðinni og oftar en ekki voru hans eigin djöflar helstu ljón á vegi, þar sem fíknin meðal annars réð för um langt skeið. Erla Hlynsdóttir fjölmiðlakona skrifaði bókina um Guðmund Felix, hún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því hvernig það kom til hún skrifaði þessa bók, útgáfusamning í Frakklandi og svo stiklaði hún á stóru í þessari merkilegu sögu.

Lesandi vikunnar var Lára Ómarsdóttir fyrrverandi fréttamaður. Hún fagnaði fimmtugsafmæli sínu með pompi og prakt fyrir stuttu og gaf út frumsamið lag, Þá ég þig en von er á myndbandi við lagið innan skamms. Við fengum vita hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

8. nóv. 2021

Aðgengilegt til

9. nóv. 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.