• 00:08:14Vera Hinsegin félag
  • 00:23:43Ljóðakaffi-Didda og Linda Vilhjálmsdóttir
  • 00:40:23Póstkort frá Magnúsi R Einarssyni

Mannlegi þátturinn

Hinsegin félag kvenna og kvára, ljóðakaffi og póstkort frá Magnúsi

Vera, hinsegin félag kvenna og kvára, sem var stofnað sumarið 2019, hefur verið vettvangur fyrir hinsegin konur og kvár til hittast og skapa samfélag. Fyrsti viðburður félagsins er viðburðarröð á skemmtistaðnum Kiki á miðvikudögum í október og nóvember. Fyrsta skiptið var í síðustu viku og því verður annar viðburðurinn í kvöld. Við fengum þær Tinnu Haraldsdóttur og Ástrós Erlu Benediktsdóttur til segja okkur betur frá þessu félagi og þessum viðburðum í þættinum.

Á ljóðakaffi sem fram fer í kaffhúsinu í Gerðubergi munu þær Linda Vilhjálmsdóttir og Sigurlaug Didda Jónsdóttir lesa ljóðin sín og segja sögur. Þær eiga það helst sameiginlegt í ljóðum þeirra er viss uppreisnarandi, hugrekki og sjálfsskoðun. Ljóð þeirra eru ólík, en oft lituð af innsæi og visku sem lífsreynslan hefur fært þeim. Þær Linda og Didda komu í þáttinn í dag og sögðu frá ljóðum sínum og sögum.

Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Það er kominn tími fyrir Magnús kveðja Alicante og Spán, allavega í bil. Það var aðeins tvennt sem var leiðinlegt á þessum tveim og hálfa ári; útgöngubannið vegna kórónuveirunnar en það varði í rúma þrjá mánuði. Hitt var þegar Magnús var rændur af ungum hnífamönnum. Undir lokin segir hann af þeim heiðri og sóma sem helsta flamencolistamanni Spánverja er sýndur.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

13. okt. 2021

Aðgengilegt til

14. okt. 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.