• 00:08:51Markéta Irglová - föstudagsgestur
  • 00:27:05Markéta Irglová - seinni hluti
  • 00:40:14Matarspjall - ommelettur

Mannlegi þátturinn

Föstudagsgesturinn Markéta Irglóva og ommelettuspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var tónlistarkonan Markéta Irglová. Hún er fædd í Tékklandi og fór stunda tónlistarnám á unga aldri. Hún kynntist Glen Hansard, írskum tónlistarmanni, þegar hún var 16 ára og gekk í hljómsveitina hans. Til gera langa sögu stutta þá léku þau aðalhlutverkin í kvikmyndinni Once árið 2007, auk þess semja saman tónlistina í myndinni og hlutu meðal annars óskarsverðlaun árið 2008 fyrir besta frumsamda lagið í kvikmynd það árið. En það sem kannski færri vita er hún hefur búið hér á Íslandi í 9 ár, á hér þrjú börn og íslenskan eiginmann og talar reiprennandi íslensku. Hún hefur haldið áfram semja tónlist, fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti og svo undir eigin nafni og svo hefur hún unnið talsvert með íslensku tónlistarfólki, og talsvert með Emiliönu Torrini, en hún til dæmis samdi með henni titillag leiksýningarinnar Vertu úlfur, sem er einmitt sýnd um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu. Það var um nóg tala við Markétu og til dæmis var mjög gaman rifja með henni upp þetta ótrúlega kvöld þegar hún hlaut Óskarsverðlaunin árið 2008.

Í matarspjalli dagsins var talað um ommelettur. Sem sagt franskar ommelettur, spænskar ommelettur og jafnvel veltum við því fyrir okkur hvort það til séríslensk ommelletta? Hvað er best setja í ommelettuna? Eru egg og hvítlaukur góð saman? Er til sviðaommeletta?

UMSJÓN GUNNAR HANSSON

Birt

24. sept. 2021

Aðgengilegt til

25. sept. 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.