• 00:06:05Arnar Pétursson - Sérfræðingur í hlaupum
  • 00:23:29Arnar Pétursson - svarar spurningum hlustenda

Mannlegi þátturinn

Arnar Pétursson svarar spurningum hlustenda

Það er fimmtudagur í dag og þá fengum við sérfræðing í þáttinn eins og aðra fimmtudaga. Í þetta sinn var það Arnar Pétursson, hlaupari. Hann hefur 38 sinnum orðið íslandsmeistari í hlaupum, allt frá 1500 metra hlaupi upp í maraþon. Arnar skrifaði Hlaupabókina sem inniheldur þekkingu sem hann hefur aflað sér með því æfa með bestu hlaupurum og þjálfurum í heiminum. Þessa þekkingu notar hann sem hlaupaþjálfari þar sem Arnar hefur unnið með öllum getustigum hlaupara, allt frá þeim sem vilja komast af stað og taka fyrstu skrefin til þeirra sem keppa í hlaupum. Hann fræddi okkur um allar hliðar á hlaupum, hlaupastíl, rétta líkamsbeitingu, hvað það er æfa rétt og hvernig setjum við okkur markmið. Og svo í seinni hlutanum svaraði hann spurningum sem hlustendur hafa sent okkur í pósthólf þáttarins, [email protected]

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

6. maí 2021

Aðgengilegt til

6. maí 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.