• 00:07:39Sesselja Traustadóttir - hjólafærni
  • 00:23:47María Pálsdóttir - risakýrin Edda
  • 00:37:24Erna Kristín - lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Hjólafærni, risakýrin Edda og Erna Kristín lesandi vikunnar

Það er yndislegt fylgjast með vorinu vakna um þessar mundir. Farfuglarnir eru koma til landsins og grasið grænka. Reiðhjólum fer fjölgandi í umferðinni og það er líka ákveðin vorboði þótt reiðhjólin séu í auknum mæli í notkun allan ársins hring. Sesselja Traustadóttir hefur verið framkvæmdastýra Hjólafærni frá stofnun þess, hún er handhafi Samgönguviðurkenningar Reykjavíkurborgar frá árinu 2014, fyrir frumkvöðlastarf. Hún hefur á liðnum árum farið um allt land og alla leið til Ástralíu með fyrirlestra, ástandsskoðun Dr. Bæk og kennt hjólviðgerðir á námskeiðum og í skólum. Sesselja kom í þáttinn í dag.

Við hringdum norður í land og fengum upplýsingar um söfnun fyrir smíði á styttu af risakúni Eddu. Styttan verður þriggja metra og fimm metra löng og verður heiðursvarði um allar Búkollur, Auðhumlur, mínar Löppur og aðrar gæðakýr þessa lands. María Pálsdóttir er í stjórn ferðamálafélagsins sem ýtti þessari söfnun úr vör og sagði okkur frekar frá þessari risakú.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Erna Kristín Stefánsdóttir, hún er guðfræðimenntuð, kláraði diplómu í sálgæslufræðum og er rithöfundur. Hún er talskona fyrir jákvæðri líkamsímynd og heldur fyrirlestra sem slík auk þess halda úti Ernulandi, sem við fáum hana til segja okkur hvað er. En auðvitað sagði hún okkur líka frá því hvað hún hefur verið lesa og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

3. maí 2021

Aðgengilegt til

3. maí 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.