Mannlegi þátturinn

Veldu núna, Húsavíkur-Sigga og Anna Sigríður lesandi vikunnar

Í síðustu viku fór bera á myndböndum á netinu og samfélagsmiðlum með yfirskriftinni ?Veldu núna.? Þar gafst áhorfendum færi á aðstoða tvær persónur komast undan í æsispennandi eltingaleik með því velja reglulega milli tveggja valkosta. Sem sagt hvort persónurnar ættu velja leið A eða leið B í hvert sinn og þá auðvitað með mismunandi útkomu. Við fengum Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra UNICEF í þáttinn til þess segja okkur frá þessu verkefni og af hverju UNICEF er koma framleiðslu svona gagnvirkrar spennusögu og hvað hún kemur heimsforeldrum við.

Óskarsverðlaunin voru afhend í nótt og því fengum við hina einu sönnu Húsavíkur-Siggu til skoða með okkur úrslitin. Það er sem sagt Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur, sem er fædd á Húsavík, eins og aðalpersóna Netflix-kvikmyndarinnar Eurovision sem heitir líka Sigga.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV. Hún og hennar deild aðstoðar okkur hér á RÚV við vera á réttum slóðum þegar kemur okkar ástkæra og ylhýra tungumáli, íslenskunni. Við fengum vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL

Birt

26. apríl 2021

Aðgengilegt til

26. apríl 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.