• 00:06:41Föstudagsgesturinn Gerður Kristný 1.
  • 00:20:52Föstudagsgesturinn Gerður Kristný 2.
  • 00:38:31Matarspjallið Steinunn Birna

Mannlegi þátturinn

Gerður Kristný föstudagsgestur og Steinunn Birna í matarspjalli

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var rithöfundurinn Gerður Kristný. Hún hlaut á dögunum Fjöruverðlaunin fyrir bókina Iðunn og afi pönk. Það eru langt því frá einu verðlaunin sem hafa fallið henni í skaut á farsælum ferli, þar sem hún hefur sent frá sér ljóðabækur, skáldsögur, smásögur, barnabækur, viðtalsbók og ferðasögu, svo eitthvað nefnt. Við ræddum við Gerði um heima og geima, lífið og tilveruna í þætti dagsins.

Sigurlaug Margrét var auðvitað á sínum stað með matarspjallið í þættinum. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri var gestur hennar í dag. Hún kom færandi hendi, kalda tómatsúpu katalónskum hætti og það sem hún kallaði guacamús, sem er sambland af guacamole og hummus.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

19. mars 2021

Aðgengilegt til

19. mars 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.