• 00:08:34Tolli Morthens - núvitund
  • 00:27:37Páll J. Líndal - Umhverfissálfræði
  • 00:42:40Póstkort frá Spáni - Magnús R. Einarsson

Mannlegi þátturinn

Tolli og núvitund, umhverfissálfræði og póstkort frá Spáni

Við fræddumst um hugleiðslu og núvitund í þættinum í dag. Tolli Morthens myndlistarmaður kom í þáttinn en hann hefur stundað búddisma og núvitundarhugleiðslu í hartnær tvo áratugi og t.d. kennt og leitt hugleiðslu í fangelsum landsins. Tolli hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um hugleiðslu og fræddi okkur um núvitund í þættinum.

Við veltum fyrir okkur sálfræðilegum áhrif umhverfis og bygginga á líðan fólks í dag. Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði og aðjúnkt við sálfræðideild heldur námskeið á vegum Endurmenntunar um þessi áhrif. Á námskeiðinu kynnir Páll, skoðar og ræðir áhrif náttúru og byggðs umhverfis á andlega, líkamlega og félagslega líðan fólks út frá umhverfissálfræði. Hann kom í þáttinn í dag og gaf okkur smá forskot á sæluna.

Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í korti dagsins var sagt frá kuldakasti sem er væntanlegt um næstu helgi. Það er mikill og vaxandi skjálfti í spænskri pólitík vegna kosninga sem hafa verið boðaðar í Madridarhéraði í byrjun maí. Það var líka sagt frá ótta Spánverja við Þjóðverjana sem hafa fengið leyfi til ferðast til Spánar um páskana, en Mallorca er sem fyrr efst á vinsældalista Þjóðverja. Kórónusmit er miklu útbreiddara í Þýskalandi um þessar mundir en á Spáni og þess vegna eru Spánverjar á milli tveggja elda, óttans við smit og óttans vegna tekjutaps í ferðaþjónustunni.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

17. mars 2021

Aðgengilegt til

17. mars 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.