• 00:08:13Sigurjón Ernir-Að fasta
  • 00:26:55Hvílustæði-Rebekka Guðmundsdóttir
  • 00:40:21Lesandi vikunnar-Runólfur Ágústsson

Mannlegi þátturinn

Hvílustæði, föstur og fjallahlaup og Runólfur lesandi vikunnar

Óskað eftir hugmyndaríku fólki til taka bílastæði í fóstur og breyta þeim í dvalarsvæði fyrir fólk. Á ensku kallast þetta parklet sem hefur fengið hið fallega íslenska heiti hvílustæði. Verkefnið Torg í biðstöðu hefur verið starfrækt á vegum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar frá árinu 2011 og markmið verkefnisins í ár er það verði hönnuð og búin til tímabundin hvílustæði úr bílastæðum á borgarlandi til skapa skemmtileg svæði fyrir fólk í sólríkum göturýmum borgarinnar, svæðum sem geta hvatt til dvalar, samskipta og leiks. Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður sagði okkur frá þessuí þættinum í dag.

Sigurjón Ernir Sturluson er með fremri fjallahlaupurum á Íslandi og einn fremsti Spartanhlaupari landsins en hann starfar einnig þjálfari. Hann er mikill áhugamaður um föstur og hefur sjálfur verið í 16/8 föstu í nokkur ár. Við forvitnuðumst um mismunandi tegundir af föstum, fjallahlaup, kalda potta og Spartanhlaup hjá Sigurjóni í dag.

Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Runólfur Ágústsson Verkefna- og þróunarstjóri hjá Þorpinu-Vistfélagi og stjórnarformaður Lýðskólans á Flateyri. Við fengum vita hvaða bækur hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft sérstök áhrif á hann í gegnum tíðina.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

8. mars 2021

Aðgengilegt til

8. mars 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.