• 00:07:12Guðný Halla - Fjarfundarbúnaður
  • 00:28:26Þór Tulinius - lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Fjarvinna og Þór Tulinius lesandi vikunnar

Tækninni fleygir fram og öll þurfum við á ýmsan hátt aðlaga okkur nýjum lausnum og t.d. læra á ýmis forrit og tileinka sér tækni sem maður vissi ekki einu sinni væri til og væri hægt nota í vinnu. Fjarfundarbúnaður er tækni sem hefur verið gríðarlega mikið notaður og sérstaklega á tímum faraldursins. Haldnir eru fundir, stórir og litlir, streymisviðburðir og sumir þurfa meira og minna vera tengd fjarfundarbúnaði allan vinnudaginn alla daga vikunnar. En hvernig gengur vinna verkefni og stýra verkefnum í fjarvinnu? Guðný Halla Hauksdóttir er viðskiptafræðingur og forstöðumaður þjónustustýringar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hún kom í þáttinn og sagði frá því hvernig best er nota svona búnað til nýta fjarvinnu sem best.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þór Tulinius leikar, leikstjóri og leiðsögumaður. Hann hefur langa reynslu á þessum sviðum en við fengum hann til segja okkur frá því hvað hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

15. feb. 2021

Aðgengilegt til

15. feb. 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.